Framtíðarsýn
Fara neðar

Framtíðarsýn


Landsbankinn vill vera hreyfiafl í samfélaginu og vinna með öðrum að samfélagsábyrgð. Samfélagsstefna bankans er mótuð með víðtækri aðkomu tekjusviða bankans til að tryggja að hún sé hluti af kjarnastarfseminni.

Fara neðar

Stefna í samfélagsábyrgð


Samfélagsstefna Landsbankans miðar að því að stuðla að sjálfbærni í íslensku samfélagi, vera hreyfiafl og starfa eftir ábyrgum stjórnarháttum við rekstur bankans.

Nánar um stefnu í samfélagsábyrgð

Fara neðar

Ábyrgar fjárfestingar


Á árinu 2017 voru ábyrgar fjárfestingar í brennidepli hvað varðar samfélagsábyrgð hjá Landsbankanum og var bankinn einn af stofnaðilum að nýjum íslenskum samtökum um ábyrgar fjárfestingar, IcelandSIF.

Nánar um ábyrgar fjárfestingar

Fara neðar

Jafnrétti og samgöngusamningar


Landsbankinn vill vera í fremstu röð í jafnréttismálum. Bankinn greiðir körlum og konum sömu laun fyrir sömu störf og gætir þess að konur og karlar hafi sömu starfstækifæri. Bankinn leggur áherslu á að fjölga valmöguleikum starfsmanna hvað varðar samgöngur þannig að þeir geti notað vistvænan ferðamáta þegar þeim hentar.

Nánar um jafnrétti og samgöngusamninga

Fara neðar

Blábankinn


Uppbygging Blábankans á Þingeyri er eitt af fjölmörgum samstarfsverkefnum sem Landsbankinn tekur þátt í. Markmið verkefnisins er að koma á fót þjónustu- og nýsköpunarmiðstöð sem ætlað er að efla byggðina á staðnum. Verkefnið er unnið í nánu samstarfi við íbúana og vonast er til að samfélagsmiðstöðin geti orðið fyrirmynd samskonar kjarna annarsstaðar á landsbyggðinni.

Nánar um Blábankann

Fara neðar