Umhverfi

Umhverfisvísar

EN1 – Notkun á skrifstofuvörum

Ræstingar

ISS sér um ræstingar á tæplega 30 þúsund fermetrum í bankanum. Árið 2017 notaði ISS 190 lítra af ræstiefnum í bankanum og eru 97,7% þeirra umhverfisvottaðir, ýmist með norræna umhverfismerkinu Svaninum eða Evrópublóminu, umhverfismerki ESB. ISS hefur fengið umhverfisvottun Svansins.

Auk daglegra ræstinga ISS eru unnin ýmis sérverkefni. Við þessi verkefni voru notaðir 135 lítrar af ræstiefnum og þar af voru 77 lítrar eða 57% umhverfisvottaðir með Svaninum.

Aukalega voru keypt 404 kg af hreinlætispappír, þar af var 97,7% umhverfisvottaður og 1071 lítrar af ræstiefni til innanhúsnota en 89,3% af því var umhverfismerkt.


Pappírsnotkun

Bankinn heldur áfram vinnu sinni að settu markmiði um að verða pappírslaus banki.

Heildarpappírsnotkun á árinu var 10,37 tonn auk umslaga sem voru 1080 kg. Allur pappír var umhverfisvottaður með Svaninum eða Evrópublóminu og 98,4% af umslögum. Í lok árs voru prenttæki 178 sem er aukning um fimm frá fyrra ári. Öll prenttæki eru vottuð með þýska umhverfismerkinu Bláa englinum.

Prentefni

Pappírsnotkun vegna útgefins efnis var 14,5 tonn sem er minnkun um 1 tonn á milli ára. 11,2 tonn voru prentuð á umhverfisvottaðan pappír eða 77% af útgefnu efni. Prentað efni samsvarar 117 grömmum á hvern viðskiptavin.

Af útgefnu efni Landsbankans var allt prentað hjá prentsmiðjum sem eru vottaðar af norræna umhverfismerkinu Svaninum.

Heildarpappírsnotkun er

  • Um 10,4 kg á stöðugildi
  • Um 84 grömm á hvern viðskiptavin
Pappírsnotknun í tonnum

EN3 – Orkunotkun

Rafmagnsnotkun

Landsbankinn þekkir til fulls rafmagnsnotkun á 43.617m² , eða um 95% af heildarfermetrafjölda þess húsnæðis sem bankinn notar. Raforkunotkunin var 5.234 MWh á þessum fermetrum. Bankinn hefur ekki fullnægjandi upplýsingar um rafmagnsnotkun í leiguhúsnæði þar sem rafmagn er hluti af leiguverði eða öðrum rekstrarkostnaði. Heildarnotkun er áætluð 5.303 MWh, eða sem samsvarar um 115 kWh/m², sem er sambærilegt við árið á undan.

Heitavatnsnotkun

Vitneskja um heitavatnsnotkun er sömu takmörkunum háð og vitneskja um rafmagnsnotkun þar sem verð er stundum innifalið í leiguverði eða öðrum kostnaði. Hitaveitur gefa upp notkun í rúmmetrum vatns en ekki orkuinnihaldi. Af þessum sökum er allur samanburður mjög erfiður þar sem hitastig á heitu vatni getur verið mismunandi á milli veitusvæða. Þar eru undanskildar hitaveitur á köldum svæðum landsins en þar sem vatn frá þeim er hitað með rafmagni eru þær tölur gefnar sem orkuinnihald. Þetta eykur enn meira á erfiðleika við samanburð á milli veitusvæða.

Landsbankinn hefur upplýsingar um heitavatnsnotkun á 32.509 m², eða um 70% af heildarfermetrafjölda húsnæðis hans. Mæld vatnsnotkun var 120 þúsund m³, sem gerir um 3,74 m³,  á hvern fermetra húsnæðis.4


Minnkun á eldsneytisnotkun frá fyrra ári

28,4%

Eldsneytisnotkun

Bifreiðar í notkun hjá Landsbankanum við árslok voru 21 talsins og er heildarakstur þeirra áætlaður 308.076 km á árinu, eða 14.670 km á hvern bíl að meðaltali.

Eknir kílómetrar með leigubílum voru 16.164 km sem er minnkun um 13% frá árinu 2016 þegar 18.484 km voru eknir með leigubílum. Eknar voru 2.403 ferðir á árinu í samanburði við 2.594 árið áður. Tölur yfir leigubílaakstur eru birtar í fyrsta sinn í þessari skýrslu en hafa ekki verið í skýrslum fyrri ára.

Eldsneytisnotkun mæld í kWh hefur minnkað úr 401.830 í 287.684, eða um 28,4% frá fyrra ári. Eldsneytisnotkun vegna aksturs starfsmanna var eftirfarandi:

Eldsneytisnotkun 2016 2017
Eldsneyti Notkun (dm3) Orkuinnihald (kWh/dm3) Orkunotkun (kWh) Notkun (dm3) Orkuinnihald (kWh/dm3) Orkunotkun (kWh)
Bensín 13.237 8,98 118.868 6.434 8,98 57.776
Gasolía 20.496 9,92 203.320 15.087 9,92 149.658
Metan 7.831 10,17 79.641 7.891 10,17 80.250
Samtals

401.830

287.684

Árangur í að draga úr eldsneytisnotkun hefur náðst með því að auka fjölda rafmagnsbíla á kostnað bíla sem brenna eldsneyti en það hefur verið stefna Landsbankans að kaupa umhverfisvæna bíla þegar bílar eru uppfærðir. Auk þess var á árinu gerð tilraun með að bjóða upp á hjól til að fara styttri vegalengdir. Í boði voru tvö rafmagnshjól og tvö venjuleg hjól sem starfsfólk getur bókað og notað sem ferðamáta í stað bifreiða. 

EN15 – Bein losun gróðurhúsalofttegunda

Bein losun gróðurhúsalofttegunda stafar af eldsneytisnotkun, sbr. lið EN3.

Losun gróðurhúsalofttegunda vegna aksturs var 54,5 tonn á árinu 2017, sem er 35,4% minnkun frá fyrra ári. Landsbankinn kolefnisjafnaði losun gróðurhúsalofttegunda á árinu 2017 hjá Kolviði. Kostnaður við kolefnisjöfnun er 109.072 krónur og samsvarar gróðursetningu á 512 trjám.

Bein losun gróðurhúsalofttegunda í tonnum 2016 koltvísýringur 2017 koltvísýringur
Bensín 30,3 14,7
Gasolía 54,1 39,8
Metan 0,0 0,0
Samtals 84,4 54,5

Landsbankinn lætur gróðursetja samtals 1571 tré til að kolefnisjafna akstur og flug.

EN16 – Óbein losun gróðurhúsalofttegunda

Með óbeinni losun gróðurhúsalofttegunda er átt við losun sem stafar af orkuframleiðslu orkufyrirtækja. Öll orka sem Landsbankinn notar kemur annaðhvort frá fjarvarmaveitum (jarðvarmi) eða vatnsaflsvirkjunum. Í báðum tilfellum er um að ræða endurnýjanlega orkugjafa sem valda engri eða mjög lítilli losun gróðurhúsalofttegunda. Óbein losun gróðurhúsalofttegunda vegna hita og rafmagns er því lítil sem engin.

EN17 – Losun gróðurhúsalofttegunda vegna orkunotkunar utan bankans

Með orkunotkun utan bankans er átt við orkunotkun sem er hægt að rekja beint til starfsemi bankans en á sér stað hjá öðrum fyrirtækjum. Hér er átt við þjónustu sem er keypt af öðrum fyrirtækjum, t.d. flug og aðrar samgöngur.


Flug erlendis

Mikil fækkun var á vinnutengdum flugferðum starfsmanna erlendis á árinu. Farnir voru 294 flugleggir á árinu 2017 samanborið við 499 flugleggi árið 2016. Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda vegna flugferða erlendis var 95,8 tonn sem er minnkun um 62,7 tonn frá árinu áður. Meðallosun á fluglegg var 326 kg.

Landsbankinn kolefnisjafnar losun gróðurhúsalofttegunda hjá Kolviði. Kostnaður við kolefnisjöfnun þessara flugferða er 191.660 krónur sem samsvarar gróðursetningu á 900 trjám.

Flug innanlands

Mikil fjölgun var á vinnutengdum flugferðum starfsmanna innanlands á árinu. Farnir voru 641 flugleggir á árinu 2017 samanborið við 384 flugleggi árið 2016. Losun gróðurhúsalofttegunda í tengslum við þessar ferðir var 17 tonn sem er aukning um 6,8 tonn á milli ára.

Ferðirnar eru kolefnisjafnaðar og er kostnaðurinn við það 33.928 krónur sem samsvarar gróðursetningu á 159 trjám.


Markmið:

Minnka sorp niður í 60 tonn fyrir árið 2020 og 20 tonn fyrir árið 2030

EN18 – Losun gróðurhúsalofttegunda í hlutfalli við umfang bankans

Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á árinu var 167 tonn, sem er um 168 kg á hvern starfsmann bankans. Það samsvarar um 73 lítrum af bensíni á hvern starfsmann.

Landsbankinn kolefnisjafnar þessa losun og er kostnaðurinn við það 334.660 krónur sem samsvarar gróðursetningu á 1571 trjám.

EN23 – Magn úrgangs

Heildarmagn úrgangs hjá Landsbankanum var 200,4 tonn árið 2017, sem er minnkun um 0,4% frá fyrra ári. 53% af úrgangi bankans er flokkaður en unnið er að því að auka hlutfall flokkaðs úrgangs.

Hlutfall flokkaðs úrgangs
Meðhöndlun úrgangs (tölur í kg.) 2013 2014 2015 2016 2017
Blandaður úrgangur 96.602 96.940 94.118 84.943 93.353
Flokkað 120.062 108.130 139.214 116.308 107.021
   Lífrænt 21.910 25.713 21.669 22.567 32.024
   Flokkaður úrgangur 19.460 45.065 47.610 56.178 28.839
   Byggingarefni 44.676 13.740 3.120 3.750 11.940
   Gagnaeyðing pappír 30.326 22.350 60.057 32.272 25.285
   Gagnaeyðing búnaður 2.999 534 6.235 1.237 8.277
   Spilliefni 691 728 522 304 657
Samtals 216.664 205.070 233.332 201.251 200.375

EN 27 – Aðgerðir til að draga úr umhverfisáhrifum vöru og þjónustu og árangur aðgerða

Landsbankinn ákvað árið 2012 að bjóða viðskiptavinum sérstök lán á betri kjörum til kaupa á vistvænum bílum. Forsaga vistvænna bílalána nær aftur til ársins 2010 þegar Landsbankinn hóf að bjóða viðskiptavinum sínum sérstök lán til að breyta bifreiðum knúnum með jarðefnaeldsneyti til að nýta einnig metan-gas, sem á þeim tíma var talsvert í umræðunni. Nú býðst öllum viðskiptavinum Landsbankans, sem hafa lánshæfi og standast greiðslumat þegar það á við, að taka vistvæn bílalán með lægra lántökugjaldi eða án lántökugjalds við fjármögnun á bílum sem eru skilgreindir vistvænir.

Viðmiðum vistvænna bíla var breytt 21. apríl 2017 og hætt að miða við útblástur losunarefna en fyrir þann tíma var vistvænn bíll talinn vera sá sem mengaði undir 120gr. af koltvísýringi á hvern ekinn kílómetra. Nú er miðað við að vistvænn bíll sé annað hvort rafbíll sem gengur eingöngu fyrir rafmagni eða er knúinn áfram af umhverfisvænum orkugjafa á móti bensíni eða dísel (tengiltvinnbílar). Við fjármögnun slíkra bifreiða greiða lántakendur 50% lægri lántökugjöld en ella. Við fjármögnun á rafbílum greiða lántakendur engin lántökugjöld. Eiga þessi kjör við um fjármögnun á kaupum nýrra og notaðra bifreiða og veitt er lán fyrir allt að 80% af kaupverði.

Viðtökur vistvænna bílalána hafa verið mjög góðar. Kemur það til af lægri lántökukostnaði og aukinni sölu bifreiða af þessu tagi, en þær njóta sífellt meiri vinsælda hjá almenningi. Nú er svo komið að vistvæn bílalán, eftir nýrri skilgreiningu, eru orðin 11% af heildarútlánum bankans til fjármögnunar einstaklinga á bifreiðum.


EN 31 – Umhverfisfjárfestingar og kostnaður eftir tegundum

Landsbankinn hefur ekki haldið utan um kostnað vegna umhverfisstjórnunar í bankanum en heldur utan um þann kostnað sem fellur til í einstökum verkefnum eins og kolefnisjöfnun, fjárfestingum í umhverfisvænum bifreiðum og endurgreiðslu samgöngustyrkja. Helstu kostnaðarliðir árið 2017 voru kolefnisjöfnun og endurgreiðslur vegna samgöngusamninga.

Engar fjárfestingar voru í bifreiðum á árinu 2017 og rekstrarkostnaður bifreiða lækkaði umtalsvert á árinu vegna fjárfestinga í vistvænum bifreiðum árið 2016. Bankinn hefur þá stefnu að kaupa vistvænar bifreiðar þegar bifreiðar eru endurnýjaðar til þess að kaupa umhverfisvæna vöru án sérstaks aukakostnaðar. Sorpflokkun er hluti af rekstri bankans og er búið að innleiða flokkun á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi og Suðurlandi. Flokkun sorps vegur upp á móti þeim kostnaði sem lagður er í kaup á flokkunartunnum. Bankinn er að skipta yfir í LED lýsingar jafnt og þétt og mun sá kostnaður skila sér til baka í rekstri á fáum árum.

Í öllum tilfellum sem hér hafa verið talin upp, nema hugsanlega kolefnisjöfnuninni, hefur orðið umtalsverður sparnaður af verkefnum sem vegur upp á móti kostnaði. Af þeim sökum er erfitt að meta raunverulegan kostnað/ávinning af þessum aðgerðum.

Engar fjárfestingar voru í bifreiðum á árinu 2017 og rekstrarkostnaður bifreiða lækkaði umtalsvert á árinu vegna fjárfestinga í vistvænum bifreiðum árið 2016.

4 Það er villa í tölum um vatnsnotkun í Samfélagsskýrslu Landsbankans 2016 vegna talna sem voru gefnar í kWh frá orkuveitum kaldra svæða. Áætluð meðaltalsnotkun fyrir árið 2016 er 3,75 rúmmetrar á hvern fermetra húsnæðis.