Samfélagsábyrgð er mikilvægur þáttur í starfsemi Landsbankans og rík áhersla er lögð á að hún sé samþætt stefnumörkun bankans í heild. Landsbankinn vill vera til fyrirmyndar og vera í fararbroddi í uppbyggingu velferðar til framtíðar í íslensku samfélagi.
„Jafnrétti er eitt af lykilverkefnum samfélagsábyrgðar bankans. Áhersla undanfarinna ára hefur verið á að tryggja jöfn laun karla og kvenna fyrir jafn verðmæt störf og jöfn starfstækifæri“
- Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri.
Landsbankinn gefur árlega út samfélagsskýrslu þar sem viðmiðum Global Reporting Initiative (GRI) er fylgt. Í skýrslunni er leitast við að veita innsýn í það sem vel er gert, það sem betur má fara og álitamál.
Landsbankinn veitir einstaklingum, fyrirtækjum og fjárfestum um allt land trausta og alhliða fjármálaþjónustu sem byggir á langtíma viðskiptasamböndum.
Samfélagsskýrslan er gerð með hliðsjón af viðmiðum Global Reporting Initiative (GRI). Skýrslunni er ritstýrt af utanaðkomandi ráðgjafa en upplýsingarnar sem hún byggir á koma frá deildum bankans og birgjum.